Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 330. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 582  —  330. mál.




Nefndarálit


um frv. til l. um breyt. á l. um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra.

Frá meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Vilborgu Þ. Hauksdóttur frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Ólaf Hjálmarsson og Eyþór Benediktsson frá fjármálaráðuneyti og Ásmund Stefánsson, Karl Steinar Guðnason, Ágúst Þór Sigurðsson, Sigríði Lillý Baldursdóttur og Sigurð Grétarsson frá Tryggingastofnun ríkisins, Ólaf Ólafsson, Einar Árnason, Helga K. Hjálmsson, Borgþór St. Kjærnested og Trausta Björnsson frá Landssambandi eldri borgara, Margréti Margeirsdóttur, Stefaníu Björnsdóttur og Sigurð Hallgrímsson frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og Sigurstein Másson og Hafdísi Gísladóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands.
    Þá bárust umsagnir um málið frá Samtökum atvinnulífsins, Öryrkjabandalagi Íslands, Lögmannafélagi Íslands, Alþýðusambandi Íslands, Persónuvernd, Landssambandi eldri borgara, Félagi eldri borgara í Reykjavík, Tryggingastofnun ríkisins, Landssamtökum lífeyrissjóða, landlækni, Þroskahjálp – landssamtökum, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samtökum sykursjúkra .
    Helstu breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru fækkun bótaflokka og einföldun almannatryggingakerfisins, hækkun grunnfjárhæðar tekjutryggingar og lækkun skerðingarhlutfalls vegna tekna bótaþega og maka og verður samanlögð skerðing lífeyris og tekjutryggingar takmörkuð við 38,35% af tekjum. Lífeyrissjóðstekjum, þ.m.t. séreignarlífeyrissparnaði hjóna, er haldið aðgreindum þannig að lífeyrissjóðstekjur annars þeirra hafa ekki áhrif á viðmiðunartekjur hins við útreikning á fjárhæð tekjutryggingar. Dregið verður úr tengingu vegna atvinnutekna við útreikning á tekjutryggingu. Þá er heimiluð frestun á töku ellilífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins sem leiði til allt að 30% hækkunar bóta. Frítekjumark að fjárhæð 300.000 kr. á ári verður sett vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Loks er lagt til að fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra fari eingöngu í uppbyggingu á öldrunarstofnunum og hætti að fara í rekstur þeirra. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að breytingarnar komi til framkvæmda á næstu fjórum árum.
    Frumvarpið byggist á samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara og sameiginlegum tillögum úr nefnd sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla annars vegar um búsetu og þjónustumál aldraðra og hins vegar um fyrirkomulag tekjutengingar bóta með hliðsjón af skerðingu bóta lífeyrisþega vegna tekjuöflunar þar sem jafnframt yrði þó horft til tekjujöfnunarhlutverks tekjutengingar bóta. Þótt hlutverk fyrrgreindrar nefndar hefði verði afmarkað við aldraða ákvað ríkisstjórnin að öryrkjar mundu einnig njóta breytinga sem samkomulag næðist um og fagnar nefndin því.
    Á fundum sínum ræddi nefndin um eftirlit með bótagreiðslum og þá skyldu Tryggingastofnunar ríkisins að hafa eftirlit með því að áætlaðar tekjur séu í samræmi við upplýsingar sem stofnunin aflar. Meiri hlutinn hefur lagt á það áherslu að samspil lífeyrissjóða og almannatrygginga sé ekki nægilega gott sökum þess að þar sé falin ákveðin víxlverkun ef bótaþegar hafa van- eða ofáætlað tekjur sínar. Telur meiri hlutinn því mikilvægt bæði fyrir viðskiptavini stofnunarinnar og stofnunina sjálfa að með frumvarpi þessu er verið að efla samtímaeftirlit þannig að útreikningar á bótarétti byggist á sem réttustum upplýsingum sem ætti að draga úr van- og ofgreiðslum bóta. Þá kom fram að ráðherra setti nýlega reglugerð sem mildar innheimtuaðgerðir gagnvart ofgreiðslum bóta og fagnar meiri hlutinn því. Samkvæmt henni eru ofgreiddar bætur undir 20.000 kr. á bótagreiðsluári ekki innheimtar. Endurgreiðslur skulu ekki lækka heildartekjur þannig að þær nemi lægri fjárhæð en lágmarksframfærsluþörf og lífeyrisþegar geta ætíð samið um endurgreiðslur. Að jafnaði skulu ofgreiðslur dregnar af greiðslum stofnunarinnar til bótaþega á næstu 12 mánuðum eftir árlegt uppgjör.
    Á fundum sínum ræddi nefndin gildistíma breytinganna sem frumvarpið kveður á um en lækkun skerðingarhlutfalla tekur gildi á undan breytingum á tekjutengingum við tekjur maka. Kom fram að það gæti komið misjafnlega út hjá þeim lífeyrisþegum sem hefðu hærri tekjur en makar þeirra að draga úr tengingum við tekjur maka því að þá hækkuðu um leið tekjutengingar við eigin tekjur lífeyrisþegans. Í slíkum tilvikum munu þessir lífeyrisþegar fá lægri greiðslur eftir slíka breytingu en þeir höfðu áður. Kom fram að líklegra væri þó að heildartekjur hjóna hækkuðu við breytingarnar þar sem mun algengara væri að það hjóna sem ekki væri lífeyrisþegi hefði hærri tekjurnar. Bendir meiri hlutinn á í því sambandi að samkvæmt bráðabirgðaákvæðum frumvarpsins, ákvæði 27 í 12. gr. og ákvæði e-liðar (V.) í 17. gr., verður á tímabilinu 1. janúar 2007 til og með 31. desember 2008 hægt að óska eftir því hjá Tryggingastofnun ríkisins að gerður verði samanburður á útreikningi elli- og örorkulífeyris og tekjutryggingar fyrir og eftir gildistöku laganna. Ef samanburðurinn leiðir til hærri bóta samkvæmt eldri lögum á stofnunin að greiða hærri bæturnar á því tímabili. Telur meiri hlutinn að með þessum ákvæðum sé komið til móts við þann hóp sem kemur hugsanlega verr út eftir gildistökuna.
    Meiri hlutinn fagnar því að fé úr Framkvæmdasjóði aldraða verði alfarið nýtt til uppbyggingar öldrunarþjónustu á næstu árum.
    Á fundum nefndarinnar kom fram að heildarendurskoðun á lögum um málefni aldraðra væri fyrirhuguð og fagnar meiri hlutinn því og telur mikla þörf á að einfalda enn frekar bótakerfi almannatrygginga. Nefndin telur auk þess þarft að einfalda og skýra lagabálkinn með því að kljúfa greinar upp efnislega og nota lýsandi fyrirsagnir á greinar laganna.
    Eftir að frumvarpið var lagt fram hefur ríkisstjórnin, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og fjármálaráðherra gefið út yfirlýsingar sem varða breytingar á frumvarpinu. Fyrri yfirlýsingin varðar það að flýta skuli framkvæmd á frítekjumarki vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega um þrjú ár eða til 1. janúar 2007.
    Síðari yfirlýsingin varðar séreignarlífeyrissparnað og fjármagnstekjur og heimilar Tryggingastofnun ríkisins, að ósk lífeyrisþega, að dreifa eigin tekjum sem stafa af fjármagnstekjum og séreignarsparnaði sem leystur hefur verið út í einu lagi á allt að 10 ár. Ekki er heimilt að dreifa slíkum tekjum oftar en einu sinni á hverju tímabili. Þá heimilar hún örorkulífeyrisþegum 300.000 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna og heimilar jafnframt að telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning á tekjutryggingu lífeyrisþega eins og er í gildandi lögum um öryrkja. Jafnframt er lagt til að elli- og örorkulífeyrisþegum verði heimilt að velja um að nýta 300.000 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna eða telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar eftir því hvort er hagstæðara. Sá sem hefur 62.500 kr. á mánuði (750.000 kr. á ári) eða minna í atvinnutekjur hagnast af því að fá 300.000 kr. frítekjumark á ári, en ef tekjur hans eru hærri en þetta er hagstæðara að hafa 60% vægi atvinnutekna. Við þessa breytingu gilda sömu reglur um viðmið atvinnutekna við útreikning á tekjutryggingu örorkulífeyrisþega og ellilífeyrisþega. Þá er flýtt gildistöku ákvæða um að dregið verði úr áhrifum atvinnutekna maka og um afnám áhrifa lífeyristekna maka á viðmiðunartekjur hins við útreikning á fjárhæð tekjutryggingar.
    Með samþykkt þessa frumvarps er tekið eitt stærsta skref síðari ára til að bæta kjör aldraðra og öryrkja hér á landi. Í því birtast helstu áhersluatriði sem talsmenn öryrkja og aldraðra hafa haldið á lofti á síðustu missirum varðandi lífeyristryggingar innan almannatryggingakerfisins. Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna samkomulags stjórnvalda og Landssambands eldri borgara til ársins 2010 var áætlaður 26,7 milljarðar kr. Kostnaður við þær breytingar sem meiri hluti nefndarinnar gerir á frumvarpinu í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar er áætlaður um 2,3 milljarðar kr. til ársins 2010. Alls gera þetta um 29 milljarða kr., þar sem um 19,5 milljarðar kr. fara til ellilífeyrisþega og 9,4 milljarðar kr. til örorkuleyrisþega, sbr. töflur í fylgiskjali I.
    Meiri hlutinn leggur til nokkrar breytingar á frumvarpinu sem varða fyrrnefndar yfirlýsingar ríkisstjórnar og ráðherra. Til þess að unnt sé að flýta gildistöku frumvarpsins á frítekjumarki vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og öryrkja um þrjú ár þannig að það komi að fullu til framkvæmda um næstu áramót leggur nefndin til að bráðabirgðaákvæði 22 í 12. gr. frumvarpsins og ákvæði a-liðar (I.) 17. gr. falli brott. Þá leggur nefndin til breytingar sem varða aðgreiningu á tekjum maka og lífeyrisþega og draga úr áhrifum tekna maka á bótagreiðslur til lífeyrisþega sem fjallað er um í bráðabirgðaákvæðum 23 og 24 í 12. gr. og á bráðabirgðaákvæðum b-liðar (II.) og c-liðar (III.) 17. gr. frumvarpsins. Sjá dæmi um áhrif breytinganna í fylgiskjölum II og III.
    Þá eru einnig lagðar til breytingar sem heimila elli- og örorkulífeyrisþegum val eftir því hvort er hagstæðara að nýta 300.000 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna eða telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar. Þær breytingar koma fram í b- og c- lið 2. mgr. 1. gr. og b-lið 1. mgr. 16. gr. Sjá dæmi um áhrif breytinganna í fylgiskjölum II og III.
    Loks leggur meiri hlutinn til breytingar á texta frumvarpsins að því er varðar séreignarlífeyrissparnað og fjármagnstekjur sem heimilar Tryggingastofnun ríkisins, að ósk lífeyrisþega, að dreifa eigin tekjum lífeyrisþega sem stafa af fjármagnstekjum og séreignarsparnaði og leystur hefur verið út í einu lagi á allt að 10 ár. Ekki verður heimilt samkvæmt tillögunni að dreifa slíkum tekjum oftar en einu sinni á hverju tímabili.
    Auk þessa leggur meiri hlutinn til nokkrar breytingar sem eru lagatæknilegs eðlis. Í fyrsta lagi hefur fallið niður tilvísun í b-lið 9. gr. frumvarpsins um að verið sé að bæta við 1. málsl. 2. mgr. 48. gr. sem nefndin leggur til að verði lagfært. Þá er í 16. gr. frumvarpsins sem breyta á 26. gr. laga um málefni aldraðra og fjallar um skilgreiningu á tekjum o.fl. vísað til II. kafla en tilvísunin á að vera til V. kafla, sbr. gildandi lög, og leggur nefndin til lagfæringu á því.
    Loks leggur meiri hlutinn til að nýrri grein verði bætt við frumvarpið sem breyta á 15. gr. laga um almannatryggingar en í greininni er fjallað um aldurstengda örorkubót og er sá bótaflokkur samkvæmt orðanna hljóðan tekjutengdur en skerðing hefst við sama tekjumark og réttur til örorkulífeyris fellur niður vegna tekna. Því kemur í raun aldrei til skerðingar bótaflokksins vegna tekna þar sem aldurstengda örorkuuppbótin greiðist aðeins þeim sem fá greiddan örorkulífeyri. Leggur meiri hlutinn því til að 3. málsl. 1. mgr. 15. gr. orðist svo: Um uppbótina gilda ákvæði 1. mgr., sbr. 2. mgr. og 2. málsl. 4. mgr., 12. gr. um búsetutíma og örorkumat og 5. mgr. 12. gr.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali.
    Pétur H. Blöndal skrifar undir álitið með fyrirvara.

Alþingi, 7. des. 2006.


Guðjón Ólafur Jónsson,

form., frsm.

Ásta Möller.

Pétur H. Blöndal,

með fyrirvara.


Gunnar Örlygsson.

Jón Kristjánsson.


Fylgiskjal I.


Samantekt á kostnaði vegna samkomulags við eldri borgara – upphaflegt.
(millj. kr.)
Lífeyrishluti 2006 2007 2008 2009 2010 Samtals
Ellilífeyrisþegar
Kjarasamn.+ sameining flokka 1.203 2.405 2.405 2.405 2.405 10.824
Frestun töku lífeyris 0 0 0 100 200 300
Lækkun skerðingarhlutfalls 0 1.164 1.503 1.503 1.503 5.673
Lækkun tengingar við tekjur maka 0 0 0 92 329 420
Frádráttur frá atvinnutekjum 0 0 0 142 208 350
Ellilífeyrisþegar fá 60% reglu 0 0 0 0 0 0
25% hækkun vasapeninga 0 119 119 119 119 476
Samtals 1.203 3.688 4.027 4.361 4.764 18.044
Örorkulífeyrisþegar
Kjarasamn.+ sameining flokka 731 1.462 1.462 1.462 1.462 6.580
Frestun töku lífeyris 0 0 0 0 0 0
Lækkun skerðingarhlutfalls 0 368 465 465 465 1.763
Lækkun tengingar við tekjur maka 0 0 0 14 234 247
Frádráttur frá atvinnutekjum 0 0 0 0 0 0
25% hækkun vasapeninga 0 16 16 16 16 64
Samtals 731 1.846 1.943 1.957 2.177 8.655
Samtals hækkun lífeyrisgreiðslna 1.934 5.534 5.971 6.319 6.941 26.699
Eftir breytingar.
(millj. kr.)
Lífeyrishluti 2006 2007 2008 2009 2010 Samtals
Ellilífeyrisþegar
Kjarasamn.+ sameining flokka 1.203 2.405 2.405 2.405 2.405 10.824
Frestun töku lífeyris 0 0 0 100 200 300
Lækkun skerðingarhlutfalls 0 1.164 1.503 1.503 1.503 5.673
Lækkun tengingar við tekjur maka 0 85 338 242 329 994
Frádráttur frá atvinnutekjum 0 208 208 208 208 832
Ellilífeyrisþegar fá 60% reglu 0 113 113 113 113 452
25% hækkun vasapeninga 0 119 119 119 119 476
Samtals 1.203 4.094 4.686 4.690 4.877 19.551
Örorkulífeyrisþegar
Kjarasamn.+ sameining flokka 731 1.462 1.462 1.462 1.462 6.580
Frestun töku lífeyris 0 0 0 0 0 0
Lækkun skerðingarhlutfalls 0 368 465 465 465 1.763
Lækkun tengingar við tekjur maka 0 5 281 227 234 747
Frádráttur frá atvinnutekjum 0 70 70 70 70 280
25% hækkun vasapeninga 0 16 16 16 16 64
Samtals 731 1.921 2.294 2.240 2.247 9.434
Samtals hækkun lífeyrisgreiðslna 1.934 6.015 6.981 6.931 7.125 28.985
Mismunatafla.
(millj. kr.)
Lífeyrishluti 2006 2007 2008 2009 2010 Samtals
Ellilífeyrisþegar
Kjarasamn.+ sameining flokka 0 0 0 0 0 0
Frestun töku lífeyris 0 0 0 0 0 0
Lækkun skerðingarhlutfalls 0 0 0 0 0 0
Lækkun tengingar við tekjur maka 0 85 338 150 0 574
Frádráttur frá atvinnutekjum 0 208 208 66 0 482
Ellilífeyrisþegar fá 60% reglu 0 113 113 113 113 452
25% hækkun vasapeninga 0 0 0 0 0 0
Samtals 0 406 659 329 113 1.507
Örorkulífeyrisþegar
Kjarasamn.+ sameining flokka 0 0 0 0 0 0
Frestun töku lífeyris 0 0 0 0 0 0
Lækkun skerðingarhlutfalls 0 0 0 0 0 0
Lækkun tengingar við tekjur maka 0 5 281 213 0 500
Frádráttur frá atvinnutekjum 0 70 70 70 70 280
25% hækkun vasapeninga 0 0 0 0 0 0
Samtals 0 75 351 283 70 780
Samtals hækkun lífeyrisgreiðslna 0 481 1.010 612 184 2.287

Fylgiskjal II.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*2,9% hækkun á grunnlífeyri og frítekjumarki árið 2007 gerir það að verkum að 0-mark grunnlífeyris hækkar og „250 þús.“ einstaklingarnir öðlast rétt til grunnlífeyris og fá því tekjurtryggingu („detta inn á krónunni“). Upptaka 60% reglunnar hjá ellilífeyrisþegum veldur því að hækkunin verður meiri hjá þeim sem hafa tekjur umfram 750 þús. kr. á ári.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


* Reiknað er með því að tekjur lífeyrisþega séu 0, 50.000, 100.000, 150.000, 200.000 eða 250.000 kr. á mánuði.
**Greiðslur frá TR taka til grunnlífeyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar. Árið 2006 þó einnig til tekjutryggingarauka og sérstöku uppbótarinnar sem verða hluti tekjutryggingar við fyrirhugaðar breytingar 2007. Til einföldunar er aldurstengd örorkuuppbót ekki inni í tölunum en hún ræðst af aldri örorkuþega við mat.
*** 2006 kemur tvisvar fyrir – fyrra ártalið á við tímabilið jan.–júní. Siðara ártalið á við tímabilið júlí–des.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*2,9% hækkun á grunnlífeyri og frítekjumarki árið 2007 gerir það að verkum að 0-mark grunnlífeyris hækkar og „250 þús.“ einstaklingarnir öðlast rétt til grunnlífeyris og fá því tekjurtryggingu („detta inn á krónunni“). Upptaka 60% reglunnar hjá ellilífeyrisþegum veldur því að hækkunin verður meiri hjá þeim sem hafa tekjur umfram 750 þús. kr. á ári.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


* Reiknað er með því að tekjur lífeyrisþega séu 0, 50.000, 100.000, 150.000, 200.000 eða 250.000 kr. á mánuði.
**Greiðslur frá TR taka til grunnlífeyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar. Árið 2006 þó einnig til tekjutryggingarauka og sérstöku uppbótarinnar sem verða hluti tekjutryggingar við fyrirhugaðar breytingar 2007. Til einföldunar er aldurstengd örorkuuppbót ekki inni í tölunum en hún ræðst af aldri örorkuþega við mat.
*** 2006 kemur tvisvar fyrir – fyrra ártalið á við tímabilið jan.–júní. Siðara ártalið á við tímabilið júlí–des.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*2,9% hækkun á grunnlífeyri og frítekjumarki árið 2007 gerir það að verkum að 0-mark grunnlífeyris hækkar og „250 þús.“ einstaklingurinn öðlast rétt til grunnlífeyris og fær því tekjurtryggingu („dettur inn á krónunni“). Upptaka 60% reglunnar hjá ellilífeyrisþegum veldur því að hækkunin verður meiri hjá þeim sem hafa tekjur umfram 750 þús. kr. á ári.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


* Reiknað er með því að tekjur lífeyrisþega séu 0, 50.000, 100.000, 150.000, 200.000 eða 250.000 kr. á mánuði.
**Greiðslur frá TR taka til grunnlífeyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar. Árið 2006 þó einnig til tekjutryggingarauka og sérstöku uppbótarinnar sem verða hluti tekjutryggingar við fyrirhugaðar breytingar 2007. Til einföldunar er aldurstengd örorkuuppbót ekki inni í tölunum en hún ræðst af aldri örorkuþega við mat.
*** 2006 kemur tvisvar fyrir – fyrra ártalið á við tímabilið jan.–júní. Siðara ártalið á við tímabilið júlí–des.

Fylgiskjal III.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*5,5% hækkun á grunnlífeyri og frítekjumarki í júlí 2006 gerir það að verkum að 0-mark grunnlífeyris hækkar og „250 þús.“ einstaklingurinn öðlast rétt til grunnlífeyris og fær því tekjurtryggingu („dettur inn á krónunni“).

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


* Reiknað er með því að tekjur lífeyrisþega séu 0, 50.000, 100.000, 150.000, 200.000 eða 250.000 kr. á mánuði.
**Greiðslur frá TR taka til grunnlífeyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar. Árið 2006 þó einnig til tekjutryggingarauka og sérstöku uppbótarinnar sem verða hluti tekjutryggingar við fyrirhugaðar breytingar 2007. Til einföldunar er aldurstengd örorkuuppbót ekki inni í tölunum en hún ræðst af aldri örorkuþega við mat.
*** 2006 kemur tvisvar fyrir á gröfunum. Fyrra ártalið á við tímabilið jan.–júní, síðara ártalið á við tímabilið júlí–des.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*2009 fellur samanburðarákvæðið niður og því lækka greiðslur til þeirra sem mestar tekjur hafa úr lífeyrissjóði.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


* Reiknað er með því að tekjur lífeyrisþega séu 0, 50.000, 100.000, 150.000, 200.000 eða 250.000 kr. á mánuði.
**Greiðslur frá TR taka til grunnlífeyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar. Árið 2006 þó einnig til tekjutryggingarauka og sérstöku uppbótarinnar sem verða hluti tekjutryggingar við fyrirhugaðar breytingar 2007. Til einföldunar er aldurstengd örorkuuppbót ekki inni í tölunum en hún ræðst af aldri örorkuþega við mat.
*** 2006 kemur tvisvar fyrir á gröfunum. Fyrra ártalið á við tímabilið jan.–júní, síðara ártalið á við tímabilið júlí–des.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*5,5% hækkun á grunnlífeyri og frítekjumarki í júlí 2006 gerir það að verkum að 0-mark grunnlífeyris hækkar og „250 þús.“ einstaklingurinn öðlast rétt til grunnlífeyris og fær því tekjurtryggingu („dettur inn á krónunni“).

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


* Reiknað er með því að tekjur lífeyrisþega séu 0, 50.000, 100.000, 150.000, 200.000 eða 250.000 kr. á mánuði.
**Greiðslur frá TR taka til grunnlífeyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar. Árið 2006 þó einnig til tekjutryggingarauka og sérstöku uppbótarinnar sem verða hluti tekjutryggingar við fyrirhugaðar breytingar 2007. Til einföldunar er aldurstengd örorkuuppbót ekki inni í tölunum en hún ræðst af aldri örorkuþega við mat.
*** 2006 kemur tvisvar fyrir á gröfunum. Fyrra ártalið á við tímabilið jan.–júní, síðara ártalið á við tímabilið júlí–des.