Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 77. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 984  —  77. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um samvinnu vestnorrænna landa og upplýsingamiðlun í baráttunni gegn reykingum.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórð Þórarinsson frá Vestnorræna ráðinu.
    Með tillögunni er lagt til að Alþingi skori á ríkisstjórnina, í samráði við landsstjórnir Færeyja og Grænlands, að auka og efla samvinnu og upplýsingamiðlun í baráttunni gegn reykingum. Jafnframt er skorað á löndin að halda námsstefnu eða ráðstefnu fyrir vestnorrænar heilbrigðisstéttir um málið. Með ályktun nr. 3/2006 sem samþykkt var á ársfundi Vestnorræna ráðsins 21. ágúst 2006 samþykkti ráðið að skora á ríkisstjórnir Íslands, Færeyja og Grænlands að beita sér í þessu efni en reykingar eru eitt erfiðasta heilsuvandamál sem við er að kljást á Vesturlöndum og eru Vestur-Norðurlönd þar engin undantekning.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.


Alþingi, 21. febr. 2007.



Jón Kristjánsson,


varaform., frsm.


Jón Gunnarsson.


Drífa Hjartardóttir.



Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Bjarni Benediktsson.