Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 78. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 985  —  78. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um kennslu vestnorrænnar menningar í grunnskólum.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórð Þórarinsson frá Vestnorræna ráðinu.
    Með tillögunni er lagt til að Alþingi skori á ríkisstjórn Íslands, í samvinnu við landsstjórnir Færeyja og Grænlands, að tekin verði upp kennsla í grunnskólum landsins um sögu, þjóðfélagsgerð, menningu og tungumál vestnorrænna nágrannaþjóða. Með ályktun nr. 5/2006 sem samþykkt var á ársfundi Vestnorræna ráðsins 21. ágúst 2006 samþykkti ráðið að beina þessari áskorun til ríkisstjórna Íslands, Færeyja og Grænlands. Jafnframt var lagt til að kennslan yrði fastur liður í námskrá á mismunandi og viðeigandi aldursstigum auk þess sem löndin voru hvött til að útbúa sameiginlegt kennsluefni á öllum málunum þremur í þessum tilgangi. Ráðið taldi það eina bestu fjárfestingu sem yfirvöld gætu gert til að styrkja vestnorræna samvinnu að kenna um þjóðfélagsgerð landanna strax í grunnskóla.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.


Alþingi, 21. febr. 2007.



Jón Kristjánsson,


varaform., frsm.


Jón Gunnarsson.


Drífa Hjartardóttir.



Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Bjarni Benediktsson.