Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 450. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 994  —  450. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um aðild starfsmanna að evrópskum samvinnufélögum.

Frá félagsmálanefnd.



     1.      Við 4. gr. Síðari málsliður orðist svo: Í því felst meðal annars að láta skal fulltrúum starfsmanna í té upplýsingar um heiti lögaðilanna, sem taka þátt, og dótturfyrirtækja eða starfsstöðva og fjölda starfsmanna þeirra.
     2.      Við 5. gr. Í stað orðsins „aðilum“ í b-lið 2. mgr. komi: fulltrúum.
     3.      Við 6. gr. Fyrri málsliður 2. mgr. orðist svo: Þeir sem rétt eiga til að taka þátt í kjöri fulltrúa til setu í sérstöku samninganefndinni skulu kjósa hann úr sínum hópi.
     4.      Við 10. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Aðilar geta komið sér saman um að framlengja samningaviðræður fram yfir þann tíma sem um getur í 1. mgr. í allt að eitt ár frá stofnun sérstöku samninganefndarinnar.
     5.      Við 14. gr. Greinin orðist svo:
                  Um málsmeðferð við samningaviðræður skal fara samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis þar sem til stendur að skráð skrifstofa evrópska samvinnufélagsins verði nema annað leiði af ákvæðum þessara laga eða eðli máls.