Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 388. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
2. uppprentun.

Þskj. 1048  —  388. mál.
Leiðrétting.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



     1.      Við frumvarpið bætist ný grein er verði 1. gr., svohljóðandi:
                      Í stað orðanna „15 km á klst.“ í c-lið orðskýringarinnar Reiðhjól í 2. gr. laganna kemur: 25 km á klst.
     2.      9. efnismgr. 1. gr. falli brott.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     3.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 64. gr. a laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Réttur til einkamerkis gildir í átta ár. Skráður eigandi ökutækis skal fram að 65 ára aldri greiða sama gjald vegna endurnýjunar á rétti til einkamerkis.
     4.      Efnismálsgrein 3. gr. orðist svo:
             Ráðherra getur sett reglur um flokkun og notkun viðurkennds hlífðarfatnaðar og annars hlífðarbúnaðar ökumanna og farþega bifhjóla. Í þeim reglum skal m.a. kveðið á um hvaða kröfur eru gerðar eru til slíks búnaðar.
     5.      4. efnismgr. 4. gr. falli brott.
     6.      Í stað orðanna „sex mánuði“ í 5. gr. komi: þrjá mánuði.
     7.      Í stað orðsins „reglum“ í 3. efnismgr. a-liðar 6. gr. komi: lögum.
     8.      Efnismálsgreinar a-liðar 7. gr. orðist svo:
                      Þegar um stórfelldan eða ítrekaðan ölvunarakstur er að ræða, sem ekki fellur undir 2. mgr. þessarar greinar, stórfelldan eða ítrekaðan akstur manns sem sviptur hefur verið ökurétti eða manns sem ekki hefur öðlast ökuréttindi, stórfelldan eða ítrekaðan hraðakstur eða akstur sem telst sérlega vítaverður að öðru leyti má gera upptækt vélknúið ökutæki sem ökuskírteini þarf til að stjórna og notað er við brotið nema það sé eign manns sem ekkert er við brotið riðinn. Við sömu aðstæður og með sömu skilyrðum má gera upptækt vélknúið ökutæki sem ökuskírteini þarf til að stjórna og er eign þess sem hefur framið brotið, enda þótt ökutækið hafi ekki verið notað þegar brotið var framið.
                      Gera skal ökutæki upptækt þegar eigandi þess hefur verið dæmdur sekur eða gengist undir refsingu vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna eða undir áhrifum áfengis sem hefur í för með sér sviptingu ökuréttar og vínandamagn í blóði er 1,20‰ eða meira eða vínandamagn í lítra lofts sem hann andar frá sér nemur 0,60 milligrömmum eða meira, og viðkomandi hefur tvisvar síðustu þrjú árin fyrir brotið verið dæmdur sekur eða gengist undir refsingu fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis þar sem vínandamagn í blóði hefur mælst 1,20‰ eða meira eða vínandamagn í lítra lofts sem hann andar frá sér hefur numið 0,60 milligrömmum eða meira og sem hefur haft í för með sér sviptingu ökuréttar. Gera skal ökutæki upptækt enda þótt það hafi ekki verið notað þegar brotið var framið.
                      Víkja má frá ákvæði 2. mgr. í undantekningartilvikum þegar sérstakar ástæður mæla með því.
                      Ökutæki sem gert er upptækt skal vera eign ríkissjóðs. Hafi einhver beðið tjón við brotið skal hann þó eiga forgang til andvirðisins ef bætur fást ekki á annan hátt.
     9.      Á eftir 7. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Við 114. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 2. mgr., svohljóðandi:
                      Við ákvörðun gjalda skv. 1. mgr. skal leggja til grundvallar kostnað vegna launa og launatengdra gjalda, aksturs, þjálfunar og endurmenntunar, aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, húsnæðis, starfsaðstöðu, búnaðar og tækja, stjórnunar- og stoðþjónustu og alþjóðlegrar samvinnu í þágu umferðar- og umferðaröryggismála auk ferða og uppihalds. Fjárhæð gjalda skal taka mið af þeim kostnaði sem almennt hlýst af þeirri þjónustu sem Umferðarstofa veitir.