Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 437. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1096  —  437. mál.




Breytingartillögur



við frv. til vegalaga.

Frá samgöngunefnd.



     1.      Í stað orðsins „sveitarstjórn“ í 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 14. gr. komi: sveitarfélagi.
     2.      C-liður 2. mgr. 18. gr. orðist svo: ef umferð um veg hefur aukist verulega umfram það sem gert var ráð fyrir þegar skipulag var staðfest eða þegar af öðrum ástæðum mátti ekki reikna með að umferðarhávaði yrði yfir leyfilegu hámarki ber Vegagerðin að minnsta kosti helming kostnaðarins.
     3.      20. gr. orðist svo ásamt fyrirsögn:

Kostnaðarhlutdeild við lagningu nýrra héraðsvega.

             Við lagningu nýs héraðsvegar að íbúðar- eða atvinnuhúsnæði skal skráður eigandi fasteignarinnar greiða helming kostnaðar við vegagerðina, þ.m.t. kaup á landi undir veginn, hönnun, byggingu vegarins og eftirlit með gerð hans, enda skal lega og gerð vegar ákveðin í samráði við hinn skráða eiganda fasteignarinnar.
             Ráðherra setur nánari ákvæði í reglugerð um innheimtu kostnaðar skv. 1. mgr.
     4.      Á eftir orðinu „og“ í 5. mgr. 25. gr. komi: um.
     5.      Við 28. gr.
          a.      2. mgr. orðist svo:
                 Ákveða skal legu þjóðvega í skipulagi að fenginni tillögu Vegagerðarinnar að höfðu samráði Vegagerðarinnar og skipulagsyfirvalda. Fallist sveitarfélag ekki á tillögu Vegagerðarinnar skal það rökstyðja það sérstaklega. Þó er sveitarfélagi óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis en tillagan felur í sér. Að öðru leyti fer um málsmeðferð samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.
          b.      3. mgr. orðist svo:
                 Ef þjóðvegi er að ósk sveitarstjórnar valinn annar staður en sá sem Vegagerðin telur betri með tilliti til kostnaðar og tæknilegrar útfærslu og það leiðir til aukins kostnaðar er heimilt að krefja viðkomandi sveitarfélag um kostnaðarmuninn. Rísi ágreiningur um réttmæti slíkrar kröfu eða um fjárhæð skal málinu skotið til ráðherra til úrskurðar.
     6.      Í stað orðanna „ákvörðun eignarnámsbóta“ í 2. mgr. 38. gr. komi: framkvæmd eignarnáms.
     7.      Í stað orðsins „sveitarstjórnar“ í 2. mgr. 44. gr. komi: sveitarfélags.
     8.      Í stað orðsins „Sveitarstjórn“ í 2. mgr. 52. gr. komi: Sveitarfélag.
     9.      Fyrirsögn 59. gr. verði: Refsing.