Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 616. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1106  —  616. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um samvinnu stjórnvalda um neytendavernd.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Atla Frey Guðmundsson og Áslaugu Árnadóttur frá viðskiptaráðuneyti. Nefndinni bárust einnig umsagnir um frumvarpið.
    Lagt er til að með frumvarpinu verði reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2006/ 2004, um samvinnu milli innlendra yfirvalda sem bera ábyrgð á framkvæmd laga um neytendavernd, innleidd í íslenska löggjöf.

    Nefndin leggur til að við frumvarpið bætist ákvæði þar sem skýrt verði kveðið á um gildissvið laganna. Leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    Lög þessi gilda um innbyrðis aðstoð stjórnvalda aðildarríkja EES-samningsins vegna brota á þeim ákvæðum um neytendavernd sem falla undir lögin og eiga uppruna sinn í öðru ríki en afleiðingar þess koma fram í.

    Jóhanna Sigurðardóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.


Alþingi, 8. mars 2007.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Birkir J. Jónsson.


Lúðvík Bergvinsson.



Birgir Ármannsson.


Ágúst Ólafur Ágústsson.


Ásta Möller.



Sæunn Stefánsdóttir.


Ögmundur Jónasson.