Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 274. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Prentað upp.

Þskj. 1109  —  274. mál.
Viðbót.




Nefndarálit



um frv. til l. um Heyrnar- og talmeinastöð.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðríði Þorsteinsdóttur og Ágúst Geir Ágústsson frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Guðjón Ingva Stefánsson frá Félaginu Heyrnarhjálp, Björn Víðisson og Arnór Halldórsson frá Heyrnartækni og Guðrúnu Gísladóttur frá Heyrnar- og talmeinastöð. Umsagnir um málið hafa borist frá Öryrkjabandalagi Íslands, Þroskahjálp, Kennaraháskóla Íslands, Sjónarhóli, Heyrnartækni ehf., Tryggingastofnun ríkisins og Félaginu Heyrnarhjálp.
    Frumvarp þetta er lagt fram samhliða frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu. Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði um Heyrnar- og talmeinastöð í gildandi lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990, verði sett í sérlög um stofnunina.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     1.      Við 2. gr. Í stað orðanna „embætti landlæknis“ í 3. málsl. 5. tölul. komi: landlækni.
     2.      Við 9. gr. Greinin orðist svo:
              Lög þessi öðlast gildi 1. september 2007.

    Valdimar L. Friðriksson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.
    Þuríður Backman var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. mars 2007.



Guðjón Ólafur Jónsson,


form., frsm.


Ásta Möller.


Ásta R. Jóhannesdóttir.



Guðrún Ögmundsdóttir.


Pétur H. Blöndal.


Kristján L. Möller.



Drífa Hjartardóttir.


Sæunn Stefánsdóttir.