Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 522. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1133  —  522. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á samkeppnislögum, nr. 44/2005.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 2. gr.
                  a.      2. málsl. 2. efnismgr. orðist svo: Ef brot samtaka fyrirtækja tengjast starfsemi aðila þeirra skal fjárhæð sektar ekki vera hærri en 10% af heildarveltu hvers aðila þeirra sem er virkur á þeim markaði sem brot samtakanna tekur til.
                  b.      5. og 6. efnismgr. falli brott.
     2.      Við 5. gr. Í stað orðanna „Falla má frá kæru á hendur einstaklingi“ í 1. málsl. 3. efnismgr. komi: Samkeppniseftirlitið getur ákveðið að kæra ekki einstakling.