Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 437. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1135  —  437. mál.




Breytingartillögur



við frv. til vegalaga.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      14. gr. orðist svo, ásamt fyrirsögn:

Framsal veghalds þjóðvega.

             Allir þjóðvegir landsins skulu vera í þjóðareign. Vegamálastjóra er þó heimilt að fela sveitarstjórn veghald héraðsvega innan sveitarfélagsins, óski viðkomandi sveitarfélag eftir því.
             Vegamálastjóra er heimilt tímabundið að fela sveitarstjórn, stofnunum sveitarfélags eða samtökum þeirra veghald einstakra tilgreindra vegarkafla þjóðvega að nokkru eða öllu leyti samkvæmt sérlögum.
             Um veghald skv. 1. og 2. mgr. skal gerður þjónustusamningur þar sem nánar skal kveðið á um skyldur veghaldara, þjónustustig, rétt til endurgjalds og annað sem málið varðar.
     2.      17 gr. falli brott