Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 464. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1138  — 464. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100 23. desember 1952, með síðari breytingum.

Frá Ágústi Ólafi Ágústssyni, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Björgvini G. Sigurðssyni.



    Við 5. gr.
     a.      Við a-lið bætist ný málsgrein sem verði 3. mgr. og orðist svo:
             Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er dómsmálaráðherra heimilt að taka sérstakt tillit til aðstæðna flóttamanna og fólks sem veitt hefur verið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.
     b.      Í stað orðanna „þrjú ár“ í 5. tölul. 1. mgr. c-liðar komi: tvö ár.