Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 36. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1178  —  36. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um úttekt á stöðu og möguleikum á uppbyggingu ferðaþjónustu á Melrakkasléttu.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, samgönguráðuneytinu, Byggðastofnun, Eyþingi, Landvernd og Norðurþingi.
    Með tillögu þessari er lagt til að samgönguráðherra í samvinnu við landbúnaðarráðherra og ráðherra byggðamála skipi nefnd sérfróðra manna og heimamanna til að gera úttekt á því hvernig unnt sé að byggja upp ferðaþjónustu á Melrakkasléttu. Í því sambandi er lagt til að horft verði til náttúru svæðisins, sögustaða og hlunninda og hvernig vekja megi athygli á Melrakkasléttu sem vænlegum kosti fyrir ferðamenn.
    Nefndin leggur til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Hjálmar Árnason, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðjón A. Kristjánsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 14. mars 2007.



Guðmundur Hallvarðsson,


form., frsm.


Anna Kristín Gunnarsdóttir.


Kristján L. Möller.



Kjartan Ólafsson.


Sigurrós Þorgrímsdóttir.


Jón Kristjánsson.