Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 667. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
2. uppprentun.

Þskj. 1202  —  667. mál.
Viðbót.




Breytingartillögur



við frv. til l. um íslenska alþjóðlega skipaskrá.

Frá samgöngunefnd.



     1.      1. mgr. 4. gr. orðist svo:
             Skilyrði skráningar er að eigandi kaupskips sé íslenskur ríkisborgari, ríkisborgari annars ríkis á Evrópska efnahagssvæðinu eða aðildarríkis að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu, Færeyingur eða lögaðili skráður á Íslandi.
     2.      Á eftir orðinu „Siglingastofnun“ í 4. mgr. 5. gr. komi: Íslands.
     3.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Færeyja“ í 1. mgr. komi: Færeyingar.
                  b.      4. mgr. falli brott.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Mönnun kaupskipa.