Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 640. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1223  —  640. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu samnings milli Íslands annars vegar og Danmerkur og Færeyja hins vegar um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Færeyja.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fundi Ingiríði Lúðvíksdóttur frá utanríkisráðuneyti. Nefndin hafði farið ítarlega yfir stöðu málsins á fundi 31. janúar áður en skrifað var undir samninginn og fengið þá til sín á fund Tómas H. Heiðar og Grétar Má Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta samning milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar konungsríkisins Danmerkur og landstjórnar Færeyja hins vegar um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Færeyja sem gerður var í Kaupmannahöfn og Reykjavík 1. og 2. febrúar 2007.
    Allt frá útfærslu efnahagslögsögunnar í 200 sjómílur árið 1975 hefur verið ágreiningur um hvar draga ætti miðlínu milli Íslands og Færeyja. Með samningi þessum er lokið með formlegum hætti afmörkun efnahagslögsögu Íslands gagnvart lögsögu nágrannalandanna en áður hafði verið gengið frá afmörkun efnahagslögsögunnar gagnvart lögsögu Jan Mayen, Grænlands og Bretlands.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 6. mars 2007.



Halldór Blöndal,


form., frsm.


Jón Kristjánsson.


Jón Gunnarsson.



Drífa Hjartardóttir.


Bjarni Benediktsson.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.



Sæunn Stefánsdóttir.


Steingrímur J. Sigfússon.