Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 650. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1225  —  650. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 124/2006, um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Martin Eyjólfsson og Nínu Björk Jónsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Bjarnheiði Gautadóttur frá félagsmálaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 124/2006 frá 22. september 2006, um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/40/EB frá 29. apríl 2004 um lágmarkskröfur varðandi heilbrigði og öryggi að því er varðar áhættu starfsmanna vegna váhrifa eðlisfræðilegra áhrifavalda (rafsegulsviðs) (átjánda sértilskipun í skilningi 1. mgr. 16. gr. tilskipunar 89/391/EBE).
    Innleiðing tilskipunar þessarar kallar á lagabreytingar og samkvæmt upplýsingum sem nefndin hefur aflað er gert ráð fyrir að gera þurfi breytingar á lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinustöðum, og að lagafrumvarp verði lagt fram innan tíðar en frestur til að innleiða efni tilskipunarinnar er til 30. apríl 2008, sbr. 13. gr. hennar.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 6. mars 2007.



Halldór Blöndal,


form., frsm.


Jón Kristjánsson.


Jón Gunnarsson.



Drífa Hjartardóttir.


Bjarni Benediktsson.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.



Sæunn Stefánsdóttir.


Steingrímur J. Sigfússon.