Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 652. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1226  —  652. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu samninga milli Evrópusambandsins og lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Noregs um málsmeðferð við afhendingu milli aðildarríkja Evrópusambandsins og Íslands og Noregs og gagnkvæma réttaraðstoð og staðfestingu ákvörðunar ráðherraráðs Evrópusambandsins nr. 2003/169/JHA.

    Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Martin Eyjólfsson og Sesselju Sigurðardóttur frá utanríkisráðuneyti og Dís Sigurgeirsdóttur frá dómsmálaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta tvo samninga milli Íslands, Noregs og ríkja Evrópusambandsins um málsmeðferð við afhendingu milli aðildarríkja Evrópusambandsins og Íslands og Noregs og gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum. Þá er leitað heimildar Alþingis til að samþykkja ákvörðun ráðherraráðs Evrópusambandsins nr. 2003/169/JHA um það hvaða ákvæði samnings frá 1995 um einfaldaða málsmeðferð við framsal milli aðildarríkja Evrópusambandsins og samnings frá 1996 um framsal milli aðildarríkja Evrópusambandsins teljist vera þróun á Schengen-gerðunum samkvæmt samningnum um þátttöku lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Noregs í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna.
    Samkvæmt upplýsingum sem nefndin hefur fengið er gert ráð fyrir að ekki verði horfið frá þeirri tilhögun sem ríkt hefur að íslenskir ríkisborgarar verði ekki framseldir til annarra ríkja.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 6. mars 2007.



Halldór Blöndal,


form., frsm.


Jón Kristjánsson.


Jón Gunnarsson.



Drífa Hjartardóttir.


Bjarni Benediktsson.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.



Sæunn Stefánsdóttir.


Steingrímur J. Sigfússon.