Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 496. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1250  —  496. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um dómstóla, nr. 15 25. mars 1998, og lögum um meðferð einkamála, nr. 91 31. desember 1991.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar (BjarnB, BjörgvS, BÁ, GÖg, KÓ, SKK, SigurjÞ).



     1.      1. efnismgr. b-liðar 5. gr. falli brott.
     2.      6. gr. orðist svo:
                 17. gr. laganna orðast svo:
                 Til aðstoðar dómurum má ráða til héraðsdómstóla lögfræðinga sem fullnægja skilyrðum 2.–6. tölul. 2. mgr. 12. gr. Dómstjóri annast slíka ráðningu og gilda um hana almennar reglur um starfsmenn ríkisins.
                 Auk þess sem segir í 1. mgr. er dómstjóra heimilt að fela aðstoðarmanni eftirtalin störf:
              1.      Þingfestingu og meðferð almennra einkamála þar til greinargerð hefur verið skilað.
              2.      Ljúka máli skv. 113. gr. laga um meðferð einkamála.
              3.      Dómkvaðningu matsmanna.
              4.      Skýrslutöku skv. XI. kafla og 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð einkamála.
              5.      Meðferð aðfararbeiðna sem falla undir 1.–4. tölul. 1. mgr. 11. gr. laga um aðför.
              6.      Meðferð gjaldþrotamála samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti o.fl.
              7.      Meðferð krafna um opinber skipti samkvæmt lögum um skipti á dánarbúum o.fl.
              8.      Áritun sektarboða skv. 3. og 5. gr. 115. gr. a laga um meðferð opinberra mála.
                 Ákvæði 4. og 5. mgr. 18. gr. skulu gilda eftir því sem á við um störf þau sem dómstjóri felur aðstoðarmanni skv. 2. mgr. þessarar greinar.
                 Dómstólaráði er heimilt, með samþykki aðstoðarmanns og beggja dómstjóra, að flytja aðstoðarmann tímabundið milli héraðsdómstóla meðan á ráðningartíma hans stendur.
     3.      7. gr. falli brott.
     4.      Við ákvæði til bráðabirgða. Síðari málsliður falli brott.