Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 641. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1251  —  641. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um losun gróðurhúsalofttegunda.

Frá minni hluta umhverfisnefndar (MÁ, ÁRJ, KolH, RG).



     1.      Við 9. gr.
           a.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Úthlutunarnefnd skal tryggja að árið 2012 verði losun samkvæmt ákvörðun 14/CP.7 ekki meiri en 1.600.000 losunarheimildir.
           b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Atvinnurekstur, sbr. 2. mgr. 7. gr., skal greiða 100 kr. fyrir hverja losunarheimild sem honum er úthlutað skv. 3. mgr. 9. gr. Umhverfisstofnun innheimtir gjaldið við úthlutun og rennur það í ríkissjóð. Ónýttar losunarheimildir er unnt að leggja inn aftur og skal fjárhæð skv. 1. málsl. þá endurgreidd.
     2.      14. gr. orðist svo:
             Atvinnurekstri er heimilt að afla sér losunarheimilda á annan hátt en með úthlutun losunarheimilda skv. 9. gr., svo sem með fjármögnun verkefna á sviði bindingar kolefnis í gróðri og jarðvegi og með þátttöku í verkefnum á sviði loftslagsvænnar þróunaraðstoðar eða sameiginlegrar framkvæmdar, að teknu tilliti til umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða. Umhverfisráðhera er heimilt að setja reglugerð með nánari ákvæðum um hvaða losunarheimildir hann metur gildar að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar. Óski atvinnurekstur eftir að kaupa losunarheimildir erlendis til að nýta á Íslandi skal umhverfisráðherra bera slíka ráðstöfun undir Alþingi með þingsályktunartillögu.