Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 652. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Nr. 19/133.

Þskj. 1304  —  652. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu samninga milli Evrópusambandsins og lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Noregs um málsmeðferð við afhendingu milli aðildarríkja Evrópusambandsins og Íslands og Noregs og gagnkvæma réttaraðstoð og staðfestingu ákvörðunar ráðherraráðs Evrópusambandsins nr. 2003/169/JHA.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni:
     1.      að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Evrópusambandsins og lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Noregs um málsmeðferð við afhendingu milli aðildarríkja Evrópusambandsins og Íslands og Noregs, sem undirritaður var í Vín 28. júní 2006;
     2.      að staðfesta samning milli Evrópusambandsins og lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Noregs um beitingu tiltekinna ákvæða samningsins frá 29. maí 2000 um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum milli aðildarríkja Evrópusambandsins og bókunar við hann frá 16. október 2001, sem undirritaður var í Brussel 19. desember 2003;
     3.      að samþykkja ákvörðun ráðherraráðs Evrópusambandsins nr. 2003/169/JHA um það hvaða ákvæði samningsins frá 1995 um einfaldaða málsmeðferð við framsal milli aðildarríkja Evrópusambandsins og samningsins frá 1996 um framsal milli aðildarríkja Evrópusambandsins teljist vera þróun á Schengen-gerðunum samkvæmt samningnum um þátttöku lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Noregs í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2007.