Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 704. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Nr. 22/133.

Þskj. 1308  —  704. mál.


Þingsályktun

um minningu tveggja alda afmælis Jóns Sigurðssonar forseta.


    Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að skipa nefnd til að undirbúa hvernig minnast eigi þess að 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta.
    Stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi tilnefni hver um sig einn í nefndina, forseti Alþingis einn og Hrafnseyrarnefnd einn.
    Forsætisráðuneyti láti nefndinni í té starfsaðstöðu.
    Nefndin geri fyrstu tillögur eigi síðar en í árslok 2008 en vinni síðan að undirbúningi hátíðarhalda á árinu 2011. Nefndin leiti enn fremur eftir tillögum frá stofnunum og samtökum sem tengjast minningu Jóns Sigurðssonar forseta.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2007.