Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 43. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1335  —  43. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um störf án staðsetningar á vegum ríkisins.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið.
    Með tillögunni er ríkisstjórninni falið að skilgreina störf á vegum stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins sem unnt væri að vinna fjarri hefðbundinni starfsstöð þeirra. Lagt er til að þessi störf verði framvegis auðkennd sérstaklega í starfsauglýsingum ríkisins og að það geti orðið grundvöllur að því að jafna aðgengi landsmanna að störfum hins opinbera, styrkja landsbyggðina, draga úr kostnaði í ríkisrekstri og stækka hóp hæfra umsækjenda um störf. Einnig geti frumkvæði ríkisins í þessum efnum orðið sveitarfélögum og aðilum í einkarekstri hvatning til að gera hið sama.
    Nefndin bendir einnig á að nútímatækni eykur möguleika fólks til að stunda störf heiman frá sér með fjarskiptasambandi hvort heldur er á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni.
    Jóhann Ársælsson, Helgi Hjörvar og Jón Kr. Óskarsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 17. mars 2007.



Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Sigríður A. Þórðardóttir.


Kristinn H. Gunnarsson.



Gunnar Örlygsson.


Ingvi Hrafn Óskarsson.


Guðjón Hjörleifsson.