Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 39. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1338  —  39. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, breytingu á lögum um útlendinga, nr. 96/2002, og lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002, með síðari breytingum (fórnarlambavernd).

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust um það frá Alþjóðahúsinu ehf., Jafnréttisstofu, Útlendingastofnun, Íslandsdeild Amnesty International, Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, embætti ríkissaksóknara, Læknafélagi Íslands, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Stígamótum og velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
    Í frumvarpinu er lagt til að lögfest verði vernd til handa fórnarlömbum mansals. Þetta er í samræmi við samning aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til að sporna við skipulagðri, fjölþjóðlegri glæpastarfsemi. Sá samningur var undirritaður fyrir Íslands hönd 13. desember 2000 en bíður fullgildingar. Við samninginn voru gerðir tveir viðaukar, en öðrum þeirra, Palermó -viðaukanum, er ætlað að taka sérstaklega á mansali, ekki síst sölu kvenna og barna, og sporna við slíkri glæpastarfsemi auk þess sem honum er ætlað að tryggja þolendum slíkra glæpa vernd og aðstoð. Í honum eru ákvæði um skyldu stjórnvalda til að tryggja fórnarlömbum mansals aðstoð og ráðgjöf í samræmi við meginreglur samningsins.
    Nefndin telur að rétt sé að taka málið til frekari skoðunar og leggur til að því verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Sigurjón Þórðarson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Kolbrún Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 17. mars 2007.



Bjarni Benediktsson,


form., frsm.


Guðjón Ólafur Jónsson.


Ágúst Ólafur Ágústsson.



Björgvin G. Sigurðsson.


Birgir Ármannsson.


Guðrún Ögmundsdóttir.



Kjartan Ólafsson.


Sigurður Kári Kristjánsson.