Þingsköp Alþingis

Mánudaginn 04. júní 2007, kl. 16:58:52 (0)


134. löggjafarþing — 3. fundur,  4. júní 2007.

þingsköp Alþingis.

10. mál
[16:58]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hið fornkveðna segir: Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja. Ég er stoltur af þeirri samfylgd sem ég átti með hv. þingmanni í Alþýðubandalaginu forðum tíð. Mér líkaði bara þokkalega vel við þá sem ég var samferða þá, m.a. þann iðnaðarráðherra fyrrverandi sem ég nefndi. Ég mun svo hugsanlega gera á eftir grein fyrir afstöðu minni til skiptingar Stjórnarráðsins þegar það mál kemur á dagskrá.

Ég vildi einungis koma hingað til að mótmæla því mér fannst hv. þm. Álfheiður Ingadóttir gera lítið úr þeim mönnum sem áður gegndu embætti t.d. viðskiptaráðherra og ekki síst mínum gamla, góða félaga Svavari Gestssyni. Ég minnist þess að við þrjú deildum mörgum góðum stundum saman í þeim flokki sem ég minntist á áðan. (Gripið fram í.)