Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 8. máls.
134. löggjafarþing 2007.
2. uppprentun.

Þskj. 30  —  8. mál.
Viðbót.




Breytingartillögur



við frv. til l. um kauphallir.

Frá viðskiptanefnd.



     1.      Við 4. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Fjármálaeftirlitið veitir kauphöll leyfi til að reka markaðstorg fjármálagerninga (MTF), enda séu uppfyllt ákvæði IV. kafla laga um verðbréfaviðskipti.
     2.      Við 5. gr. Í stað orðanna „er uppfyllt“ í inngangsmálslið komi: á við.
     3.      Við 11. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skipulegs verðbréfamarkaðar teljast hæfir til að stýra markaðstorgi fjármálagerninga (MTF).
     4.      Við 13. gr. Í stað orðanna „varðar hagi viðskiptamanna þess“ í 1. mgr. komi: varðar hagi viðskiptamanna hans.
     5.      Við 18. gr. Í stað orðsins „krefjast“ í fyrri málsl. 4. mgr. komi: krafist.
     6.      Við 19. gr. 2. mgr. falli brott.
     7.      Á eftir 26. gr. komi ný grein sem orðist svo ásamt fyrirsögn:

Aðild að skipulegum verðbréfamarkaði o.fl.

             Reglur kauphallar um uppgjör viðskipta skulu tryggja að markaðsaðilar hafi rétt til að tilnefna annað uppgjörskerfi en kauphöllin hefur valið svo framarlega sem nauðsynlegar tengingar og ráðstafanir eru til staðar milli tilnefnds uppgjörskerfis og annarra kerfa og Fjármálaeftirlitið samþykkir að tæknileg skilyrði uppgjörs viðskipta tryggi örugga starfsemi viðkomandi skipulegs verðbréfamarkaðar.
     8.      Við 1. mgr. 32. gr.
                  a.      Í stað orðsins „leggur“ í inngangsmálslið komi: getur lagt.
                  b.      5. tölul. orðist svo: 2. og 4. mgr. 11. gr. um hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra og tilkynningu á skipan stjórnar.
                  c.      Í stað „28. og 29. gr.“ í 15. tölul. komi: 29. og 30. gr.
                  d.      Í stað „33. gr.“ í 16. tölul. komi: 34. gr.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     9.      Við 34. gr. Í stað orðanna „einstaklingi, sem“ í 1. málsl. komi: einstaklingi og.
     10.      Á eftir 39. gr. komi ný grein sem orðist svo:
             Lög þessi fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB frá 21. apríl 2004 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á tilskipunum ráðsins 85/611/EBE og 93/6/EBE og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/12/EB og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 93/22/EBE eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 65/2005 frá 29. apríl 2005.