Tilhögun þingfundar

Fimmtudaginn 17. apríl 2008, kl. 10:36:56 (6525)


135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

tilhögun þingfundar.

[10:36]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna orða hv. þingmanns vill forseti geta þess að það var einmitt rætt. Forseti gerði grein fyrir því að búast mætti við lengri fundum á þriðjudegi og fimmtudegi. Forseti kannast ekki við að ekki hafi legið fyrir upplýsingar um að svo kynni að fara að fundur yrði lengri í dag. En að sjálfsögðu fer það allt eftir framvindu umræðunnar hvort við þurfum á löngum degi að halda í dag.