Tilhögun þingfundar

Fimmtudaginn 17. apríl 2008, kl. 13:32:40 (6579)


135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

tilhögun þingfundar.

[13:32]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Úr því að hæstv. menntamálaráðherra þurfti að hlaupa hér úr húsi fyrr en gert var ráð fyrir þá spyr ég: Hvers vegna getum við ekki haldið áfram með mál samgönguráðherra þangað til þeim lýkur og tekið síðan mál menntamálaráðherra að því loknu? Er ekki hægt að hugsa sér að þá megi halda þræði í málum hæstv. samgönguráðherra og að þau verði kláruð og menntamálaráðherra komi að því loknu? Svo kann að vera að fundurinn endist ekki til þess að taka málefni hæstv. félagsmálaráðherra. Mér sýnist stefna í það eins og þessum málum vindur fram.