Breytt fyrirkomulag á skráningu og þinglýsingu skipa

Fimmtudaginn 17. apríl 2008, kl. 13:50:52 (6591)


135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

breytt fyrirkomulag á skráningu og þinglýsingu skipa.

521. mál
[13:50]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Tilefni þess að ég kem hér upp aftur er að brúttórúmlestir eru ekki alltaf það sama og brúttótonn. Þess vegna breytist stærðarmæling á skipum. Þarf þá ekki að setja í lög að hafnirnar taki tillit til þess? 30 rúmlesta bátur er ekki það sama og 30 brúttórúmlesta bátur.

Það er spurning um hvort það sé í öllum tilfellum eins og hafi þá með gjaldheimtu hafnanna að gera, hvort mælingar séu mismunandi.