Þjóðskjalasafn Íslands

Fimmtudaginn 17. apríl 2008, kl. 21:33:37 (6699)


135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

Þjóðskjalasafn Íslands.

544. mál
[21:33]
Hlusta

Jón Magnússon (Fl) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir með hv. þm. Kolbrúnu Halldórsdóttur, virðulegur forseti hefur brugðist vel og drengilega við og tekið tillit til sjónarmiða þingmanna í ýmsu og hann á þakkir skildar fyrir það.

Spurningin er hvort hann muni halda áfram þeirri góðu iðju. Miðað við hvernig mál hafa skipast hér í dag þá tel ég eðlilegt að fundi verði slitið nú þegar og að ekki verði haldið áfram í því algjöra reiðileysi sem hér hefur verið meira minna í dag og aldrei meira en nú.

Ég beini þeim tilmælum til virðulegs forseta að þingfundi verði slitið og ný dagskrá verði lögð fram fyrir mánudaginn þar sem þessi mál verða tekin fyrir.