Viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010

Fimmtudaginn 17. apríl 2008, kl. 22:52:59 (6724)


135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010.

519. mál
[22:52]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil spyrja hv. þingmann: Er ekki eðlilegt að þessu fylgi nákvæm úttekt á fjármögnun ef það á að fara aðra leið? (PHB: Ég var að segja það.) Jæja, við erum bara eins og samlokur í þessu máli við hv. þm. Pétur H. Blöndal, virðulegi forseti, og það sýnir nú hvað hlutirnir geta verið mjög skemmtilegir.

Ég bara verð að segja það hv. þingmanni til hróss að einmitt varðandi hina lögformlegu umsýslu og stöðu fjármála ríkisins þá erum við oft sammála þó við séum ekki sammála í forgangsröðinni.

Ég tel það mjög alvarlegt mál sem hér er á ferðinni ef þetta á að fara í gegnum þingið eins og hér er lagt upp með því það tel ég fullkomna lögleysu.