Viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010

Fimmtudaginn 17. apríl 2008, kl. 23:11:59 (6731)


135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010.

519. mál
[23:11]
Hlusta

Ármann Kr. Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að taka undir þetta með mér. Ég undirstrika það að þegar kemur m.a. að almenningssamgöngum er það ekki bara spurning um að þetta eigi að vera verkefni sveitarfélaganna, þetta er spurning um það að sveitarfélögin og ríkið hafi sameiginlega sýn í umhverfismálum. Þegar sú sameiginlega er til staðar hljóta menn að vera sammála um að það sé hlutverk beggja aðila að huga að almenningssamgöngum. Ég vil hins vegar undirstrika það þegar ég segi þetta að vegunum sé ekki hent á sveitarfélögin án þess að þau fái nokkuð í staðinn, heldur verði gerð, eins og ég sagði, metnaðarfull áætlun um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, eins konar átak sem skilar sér fljótt.