Samræmd neyðarsvörun

Fimmtudaginn 22. maí 2008, kl. 11:41:21 (7675)


135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

samræmd neyðarsvörun.

191. mál
[11:41]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg):

Frú forseti. Það er algjörlega ljóst að Neyðarlínan óskaði eftir því að það væri valkvætt hvernig þessum rekstri yrði fyrir komið, að þeir gætu valið það eftir reynslu sinni. Ríkislögreglustjóri gerði athugasemdir og vildi að ábyrgðin væri tryggð, að hún væri hjá ríkinu. Við erum að tala um samfélagsþjónustu. Þetta er sambærilegt við lögreglustarfsemi og annað slíkt. En þá kemur þessi kredda, þessi bókstafstrú að þetta verði að vera í hlutafélagi jafnvel þó stjórnendurnir sjái aðra skynsamlegri leið. Ég sit hjá við þessa atkvæðagreiðslu um frumvarpið.