Leikskólar

Fimmtudaginn 22. maí 2008, kl. 13:07:59 (7689)


135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

leikskólar.

287. mál
[13:07]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður er sleipur stjórnmálamaður og gefur engar yfirlýsingar að óathuguðu máli. Það er skiljanlegt og ber að virða það. Ég tel hins vegar að tími gefist, eftir því sem deginum vindur fram, fyrir hv. þingmann að kynna sér breytingartillögur mínar til hlítar. Ég treysti því að fram komi einhver sjónarmið frá hv. þingmanni eða Samfylkingunni almennt um þær tillögur og það sem í þeim er þegar líður á daginn og menn halda sínar seinni ræður.