Leikskólar

Fimmtudaginn 22. maí 2008, kl. 14:31:27 (7708)


135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

leikskólar.

287. mál
[14:31]
Hlusta

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég verð að játa að ég held að það hafi ekki verið rætt sérstaklega innan nefndarinnar hvaða reglum eða ákvæðum eða hverju skyldi hlíta eða ekki hlíta. Ég held að nefndarmenn hafi einfaldlega verið sammála um að metnaður sveitarfélaganna væri slíkur að ekki þyrfti að skilgreina það frekar að farið yrði að þeim reglugerðum og grundvallarlögum sem almennt gilda um rekstur leikskóla og það hafi verið samdóma álit nefndarinnar. En það kann að vera að skýra hefði þurft það eitthvað frekar með tilliti til þeirra spurninga sem hér eru bornar upp.