Grunnskólar

Fimmtudaginn 22. maí 2008, kl. 23:03:52 (7772)


135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[23:03]
Hlusta

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil árétta það vegna hugleiðinga hv. þm. Bjarna Harðarsonar að ég er ekki að tala niður til trúleysingja eða annarra. Ég er ekki að tala niður til þeirra sem hafa aðrar trúarkenningar eða hafa önnur trúarbrögð í heiðri en Íslendingar almennt. Ég er einfaldlega að benda á að við skulum halda okkar striki þar sem þorri þjóðarinnar er í sömu stöðu og við skulum virða hitt fullkomlega til fulls. Það er alltaf álitamál hvað er trú og hvað er ekki trú. Það á hver við sjálfan sig.

En við höfum ákveðna línu yfir allt landið í gegnum aldirnar með uppbyggingu okkar og reynslu. Það er það sem ég legg áherslu á. Við eigum ekkert að vera að hagga því en virða allt annað fullkomlega.