Grunnskólar

Fimmtudaginn 22. maí 2008, kl. 23:41:20 (7787)


135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[23:41]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Nú er barið ákaft hér í fundarbjöllu og það er einmitt um stjórn þessa fundar sem ég vildi beina spurningum til hæstv. forseta. Þingflokksformenn komu til fundar við forseta klukkan tíu og þar var rætt um framhald þingfundar. Við lýstum því yfir að ef stefndi í það að umræða um þetta þingmál lyki í kringum miðnætti, jafnvel rétt upp úr miðnætti, þá mundum við ekki vera andvíg því að ljúka því.

Nú stefnir hins vegar í að umræðan verði heldur lengri og er það tillaga mín að þessum þingfundi verði senn frestað og umræðunni fram haldið (Forseti hringir.) á morgun.