Grunnskólar

Fimmtudaginn 22. maí 2008, kl. 23:53:21 (7796)


135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[23:53]
Hlusta

Jón Magnússon (Fl) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Guðna Ágústssyni að mér finnst gjörsamlega óásættanlegt að þinginu séu ekki gerð grein fyrir því hver ætlunin er varðandi framhald þessarar umræðu. Ég tek undir með hv. þm. Árna Þór Sigurðssyni að það sem talað var um hér í upphafi þingfundar var að þingfundur skyldi standa svo lengi í dag að dagskráin kláraðist. Ekki var verið að tala um það hvernig fara ætti að varðandi morgundaginn.

Ég tel því, virðulegi forseti, að eðlilegt sé að miða við það að ljúka þeirri umræðu sem hér er um grunnskólafrumvarpið en láta þar við sitja — þótt ég sé, ég verð að viðurkenna það, almennt nokkuð hrifinn af því að þegar menn eru á vertíð þá klári þeir hana.