Grunnskólar

Fimmtudaginn 22. maí 2008, kl. 23:55:48 (7798)


135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[23:55]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Í ræðu hæstv. forseta Sturlu Böðvarssonar 1. október 2007 fjallar hann um skipulagningu þingsins og segir, með leyfi frú forseta:

„Mikilvægur þáttur í slíkri skipulagningu er að umræðurnar á þinginu séu innan skynsamlegra og hæfilegra marka og að áætla megi fyrir fram hve langan tíma þær geti tekið. Næturfundir ættu auðvitað ekki að þekkjast. Þingmenn og starfsfólk Alþingis eiga eins og annað fólk að geta sinnt eðlilegu fjölskyldulífi.“

Í ræðu sama forseta 3. desember rekur hann markmið lagabreytinganna og segir orðrétt, með leyfi forseta:

„Þingfundir standi að jafnaði ekki lengur en fram að kvöldmat en sé þörf á lengri fundartíma sé því beint inn á eitt kvöld vikunnar, þ.e. þriðjudagskvöld. Þingmenn geta þá haft það í huga við skipulagningu starfa sinna í viku hverri.“

Hér er verið að brjóta gegn þingskapalögunum (Forseti hringir.) og orðskýringum hæstv. forseta.