135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:12]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Nú er rétt liðin sú stund að ríkisstjórn Íslands átti eins árs afmæli. Hún ætlar að halda upp á afmælið sitt með því að vanvirða það samkomulag sem gert var við okkur framsóknarmenn um að fundarsköpin mundu koma í veg fyrir þessa kvöldfundi og næturfundi.

Hv. þm. Lúðvík Bergvinsson benti á að fram hefði farið mjög góð umræða í dag. Ég tek undir það og vil benda á að umræðan um framhaldsskólafrumvarpið verður það einnig. Almenningur hlýtur að eiga þá kröfu að ríkisstjórnin sýni honum þá virðingu að hann fái að fylgjast með henni í dagsbirtunni. Ég ítreka að ég tel þetta vera brot á þingskapalögum og krefst þess að hér verði greidd atkvæði um hvort (Forseti hringir.) halda eigi áfram inn í nóttina.