135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:48]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil taka undir mótmæli við þessum næturfundi. Ég vil líka spyrja þann forseta sem nú situr á forsetastóli tveggja spurninga. Sú fyrri er þessi: Hvar er forseti Alþingi, hv. þm. Sturla Böðvarsson? Ef hann er erlendis hvenær er hann væntanlegur? (Gripið fram í.)

Hin spurningin er: Veit forseti þingsins, Sturla Böðvarsson, hvað hér gengur á? Veit hann að undirsátar hans hér á forsetastóli eru að troða virðingu embættisins og þingsins í svaðið með glottandi formanni þingflokks og formönnum stjórnarliðsins hér sem varðhunda yfir sér? Það er skömm að þessu, ég tek undir það.