135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:50]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á 8. gr. þingskapa Alþingis þar sem stendur:

„Forseti stjórnar umræðum og sér um að allt fari fram með góðri reglu. Hann skal sjá til þess að störf þingsins séu í samræmi við ákvæði stjórnarskrár, þingskapa og annarra laga.“

Það er ljóst að þessi stjórn forseta er ekki í samræmi við þingsköp. Bent hefur verið á að þau afbrigði sem leitað var eftir fyrir lengd þingfundar í dag standa ekki lengur.

Hæstv. forseti. Ég krefst þess að þessum þingfundi ljúki og við stöndum ekki hér og verðum vitni að þessum lögbrotum hjá hæstv. forseta. (Forseti hringir.) Mér finnst dapurlegt að (Forseti hringir.) Sjálfstæðisflokkurinn skuli beita (Forseti hringir.) forsetum Samfylkingarinnar fyrir þennan vagn.