Framhaldsskólar

Föstudaginn 23. maí 2008, kl. 15:25:58 (7938)


135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[15:25]
Hlusta

Frsm. minni hluta menntmn. (Kolbrún Halldórsdóttir) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil vísa því á bug sem ég las út úr orðum hv. þingmanns að skýringanna á ósættinu um þetta mál sé að leita í ræðu minni sem ég var að flytja núna 23. maí 2008, (ÁI: Á árs afmæli ríkisstjórnarinnar.) á ársafmæli ríkisstjórnarinnar. Þetta ósætti hefur staðið árum saman frá því að menntamálaráðherra fór að leggja á sig krók til þess að boða styttingu náms til stúdentsprófs. Það er í ljósi þeirrar sögu sem erfitt er að mínu mati og framhaldsskólastigsins alls að treysta orðum hæstv. ráðherra og orðum þeirra sem fara sama veg. Hér segja menn — og ég hef útskýrt það í langri ræðu — að verið sé að dulbúa áform hæstv. menntamálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins um styttingu náms til stúdentsprófs. Ég gerði mér far um að segja þetta með afar (Forseti hringir.) skýrum hætti í ræðu minni.