Framhaldsskólar

Föstudaginn 23. maí 2008, kl. 15:27:08 (7939)


135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[15:27]
Hlusta

Einar Már Sigurðarson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka það sem ég sagði hér áðan: Það er augljóst mál að skýringin á því að við hv. þingmann var ekki hægt að ná neinni sátt þessu máli er sú að það var alveg sama hvað sagt var, það var alveg sama upp á hvaða texta var boðið, það kom alltaf nákvæmlega þetta sama sem hv. þingmaður segir afskaplega skýrt: Vegna þess að hæstv. menntamálaráðherra hefur einhvern tíma á árum áður sagt ákveðna hluti skiptir engu máli hvað sagt er í dag, hvað skrifað er í dag eða hvað samþykkt verður á Alþingi. Það sem hæstv. ráðherra sagði einhvern tíma um ákveðna þætti skal standa.

Slíkur málflutningur, virðulegi forseti, er af þeirri gerðinni að vonlaust er að eltast við að ná sátt við slík viðhorf. Því miður, virðulegi forseti, vegna þess að ég tel að mjög mikilvægt hefði verið að ná (Forseti hringir.) sem víðtækastri sátt í málinu. En þegar staðan er svona er það vonlaust verk.