Framhaldsskólar

Föstudaginn 23. maí 2008, kl. 15:39:09 (7950)


135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[15:39]
Hlusta

Frsm. minni hluta menntmn. (Kolbrún Halldórsdóttir) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Miðstýringin felst í því að aðalnámskráin er það vel útfærð í sjálfu sér. Það er svo mikið sagt í greininni að svigrúmið sem menn segja að eigi að vera til staðar fyrir skólana, ég efast um að það sé nægjanlegt. Ég ber fyrir mig þær umsagnir sem við höfum fengið um nákvæmlega þetta atriði. Þar tala ég sérstaklega um Kennarasambandið og umsögn þess, hún fylgir frumvarpinu, og þar er röksemdafærslan greinargóð og meiri en svo að ég geti farið með hana í mínútulöngu andsvari.