Framhaldsskólar

Föstudaginn 23. maí 2008, kl. 16:12:11 (7960)


135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[16:12]
Hlusta

Frsm. minni hluta menntmn. (Kolbrún Halldórsdóttir) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er sannarlega ekki að nýta mér það að segja frá því hér að trúnaðarbrestur hafi orðið í nefndinni sem átti að semja frumvarpið. Ég er einungis að benda á að reynt hefur verið að vinna að því að ná einhverri sameiginlegri niðurstöðu í þessu máli. Það hefur ekki tekist, hvorki í nefndinni sem var falið að semja frumvarpið né í tíu spora samkomulaginu öllu né heldur í menntamálanefndinni sjálfri, sem þýðir að málið er í þeim hnút sem það er í og nú ætlar þessi meiri hluti, þessi ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, að rífa málið í þessum ágreiningi í gegnum Alþingi Íslendinga og gera það að lögum.

Hv. þingmaður sagði um náms- og starfsráðgjöfina að hægt væri að leiða að því rök að breytingartillaga meiri hlutans gerði sama gagn og löggildingin. Ég vil fá rök hv. þingmanns fyrir því.