Framhaldsskólar

Föstudaginn 23. maí 2008, kl. 16:14:32 (7962)


135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[16:14]
Hlusta

Guðni Ágústsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú ætla ég að biðja hv. þingmann að róa sig aðeins niður. Ég skil vel forustumenn framhaldsskólakennara, þetta er ekkert venjulegt bréf sem er komið hér, opið bréf. Það er í nafni Aðalheiðar Steingrímsdóttur formanns og Magnúsar Ingólfssonar varaformanns. Þetta fólk er læst, það hefur lesið nefndarálitin og það sem kemur frá nefndinni, það þekkir gögnin. Af hverju gerir hv. þingmaður lítið úr þessu fólki? Þetta fólk spyr: Af hverju eru leikskólamálið og grunnskólamálið afgreidd í mikilli samstöðu, af hverju ætlar stjórnarmeirihlutinn að keyra þetta mál áfram í stríði bæði við stjórnarandstöðuna í þinginu og ekki síður við stóran hluta og heildarsamtök þessa fólks? Ég vil að hv. þingmaður svari þessu. Af hverju á að fara öðruvísi með þetta stig en hin tvö?