Framhaldsskólar

Föstudaginn 23. maí 2008, kl. 16:22:47 (7970)


135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[16:22]
Hlusta

Einar Már Sigurðarson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð að játa enn á ný að botna ég ekki neitt í neinu en ef ég hef orðað óvarlega einhverja hluti sem hafa sært hv. þingmann þá verð ég að biðjast afsökunar á því, frú forseti. Ég á enga aðra leið því að það var ekki ætlun mín að koma svo við veikan blett hjá hv. þingmanni að það kallaði á þessi viðbrögð. Það er algerlega af og frá.

Ég lít ekki svo á að það sé eitthvað óeðlilegt við það þótt málflutningur hv. þingmanna geti verið áróðurskenndur. Það sem ég átti við var að minnihlutaálit menntamálanefndar væri áróðurskennt nefndarálit. Það er það vegna þess að þar er verið að reyna að setja fram og sá efasemdum um ákveðna hluti. Ég fór fram á það áðan, og því miður virðist mér að það ætli ekki að takast, að hv. þingmaður kæmi með annan málflutning en verið hefur og að hv. þingmenn hætti að ásaka fólk um eitthvað sem ekki er byggt á staðreyndum.