Framhaldsskólar

Föstudaginn 23. maí 2008, kl. 18:04:17 (7985)


135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[18:04]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég geri athugasemd við það að vera kvaddur í ræðupúlt með ræðu þar sem hv. þm. Katrín Júlíusdóttir hafði beðið um að fara í andsvar og meðan hún bað um að fara í andsvar — ég fylgdist mjög glöggt með þessu — þá stóð hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon enn á þessum palli sem tilheyrir ræðupúlti Alþingis. Þess vegna er það skilningur minn að beðið hafi verið um það andsvar með algerlega lögmætum hætti.