Leikskólar

Mánudaginn 26. maí 2008, kl. 16:19:24 (8084)


135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

leikskólar.

287. mál
[16:19]
Hlusta

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Virðulegi forseti. Hér er að lagt til að inn í þessa upptalningu sem við á komi málsliður eða hluti úr setningu sem orðist þannig: „virðingu fyrir mannréttindum.“ Ég á ákaflega bágt með að trúa því að til standi að fella það á Alþingi Íslendinga að inn í þá ágætu upptalningu um ýmis góð gildi sem beri að leggja til grundvallar í starfi þessara stofnana, leikskólanna, skuli ekki eiga að hafa mannréttindahugtakið undir. Komið hafa ábendingar frá ýmsum aðilum um að það sé eðlilegt að mannréttindahugtakið sem slíkt komi inn í viðkomandi upptalningar, bæði í leikskóla- og grunnskólalögunum, og mér finnst það ákaflega dapurlegt ef menn sjá sér ekki fært að samþykkja þetta. Ég trúi því illa að efnið sé látið gjalda þess hvaðan tillagan eða uppástungan er komin. Ég bið því hv. þingmenn að hugsa sinn gang hvort það þurfi endilega að leggjast á rauða hnappinn (Forseti hringir.) þegar vel meint breytingartillaga af þessu tagi kemur fram.