Leikskólar

Mánudaginn 26. maí 2008, kl. 16:30:22 (8088)


135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

leikskólar.

287. mál
[16:30]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um breytingartillögu sem lýtur að rétti þeirra foreldra sem ekki tala íslensku eða nota táknmál. Gert er ráð fyrir því í breytingartillögunni að það verði skýlaus réttur þessara einstaklinga að fá túlkun á upplýsingum sem nauðsynlegar eru vegna samskipta foreldra og skóla samkvæmt þessari grein. Rétturinn er hins vegar ekki skýlaus samkvæmt orðanna hljóðan í frumvarpinu. Það ber einungis að leitast við að uppfylla þau réttindi sem eðlileg geta talist. Ég hvet því hv. þingheim til að greiða þessari breytingartillögu minni atkvæði sem varðar aukinn rétt þeirra foreldra sem ekki tala íslensku eða hafa táknmál að móðurmáli. Ég segi já.