Framhaldsskólar

Mánudaginn 26. maí 2008, kl. 17:57:28 (8122)


135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[17:57]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn leggjum ásamt vinstri grænum fram tillögu um að þessu máli verði vísað frá. Það er auðveldlega hægt að fresta samþykkt þessa frumvarps og það hafa engin rök komið fram sem sýna fram á að það sé ekki hægt, engin.

Hv. þm. Einar Már Sigurðarson sagði rétt áðan að hér væri um mikilsverða breytingu að ræða, einhverja þá mestu í öllum skólafrumvörpunum. Það væri algerlega verið að hverfa frá miðstýringu. Ég vil þá benda á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með þennan málaflokk í 16 ár. Um leið er verið að segja að stjórn þeirra hafi hingað til verið algerlega ómöguleg vegna þess að hér er algjörlega breytt um stefnu. Það er verið að útþynna stúdentsprófið, (Gripið fram í.) sama þó að meiri hlutinn ítreki sífellt að þeir hafi sett einhver orð inn í nefndarálitið sem stangast á við orðin sem koma fram í greinargerð. (Gripið fram í.) Lögunum hefur ekki verið breytt. Þau eru skýr og stúdentsprófið mun útþynnast.